Úrvalsvísitalan hækkar um 1,96% og er 5.601,23 stig en í gær lækkaði hún um 4,65% og er það næstmesta dagslækkun Úrvalsvísitölunnar frá upphafi, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.

Flaga Group hækkaði um 23,21% í viðskiptum sem námu um 62 milljónum. Þrátt fyrir hækkun dagsins hefur félagið lækkað um 36,66% frá áramótum. Actavis hækkar um 4,45%, FL Group hækkar um 3,13%, Glitnir hækkar um 3,05% og Straumur-Burðarás hækkar um 2,44%.

Tvö fyrirtæki lækka í dag. Þau eru Atorka Group sem lækkar um 1,72% og Dagsbrún lækkar um 1,05%.

Gengi krónunnar veikist um 1,42% og er 124,67 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Dollar hækkar um 1,13% gagnvart krónu og evra lækkar um 1,27% gagnvart krónu.