Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,56% og er 5.680,46 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Flaga Group hækkaði um 3,75%, Avion Group hækkaði um 2,49% en félagið keypti eiginbréf fyrir um 240,6 milljónir króna, Glitnir hækkaði um 2,31%, Tryggingamiðstöðin hækkaði um 1,30% og Icelandic Group hækkaði um 1,17%.

Alfesca lækkaði um 0,76%, Atlantic Petroleum lækkaði um 0,64%, Mosaic Fashions lækkaði um 0,60% og FL Group lækkaði um 0,52%.

Gengi krónunnar styrktist um 0,11% og er gengisvísitala hennar 127,42 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Bandaríkjadalur hækkaði um 0,89% gagnvart krónu og er skráður 71,84 en evra lækkaði um 0,09% á móti krónu og er skráð 92,42.