Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,2% og er 5.502 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam um sex milljörðum króna. Frá áramótum nemur lækkun Úrvalsvísitölunnar 12,9%.

Century Aluminium hækkaði um 1,3%, Atlantic Airways hækkaði um 0,75% og Alfesca hækkaði um 0,15%.

Flaga Group lækkaði um 19,75% í tólf viðskiptum sem námu samtals 2,7 milljónum króna - tólf mánaða lækkun þess nemur orðið 74,5% og markaðsvirðið er um hálfur milljarður króna.

Icelandic Group lækkaði um 5,6%, Atorka Group lækkaði um 2,7%, Spron lækkaði um 2,5% og FL Group lækkaði um 2,4%.