Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,05% og er 8.191 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Føreyja Banki hækkaði um 29% á sínum fyrsta degi í íslensku kauphöllinni frá útboðsgengi. Danska kauphöllin var ekki alveg samstíga en þar endaði gengið í 230, samkvæmt upplýsingum frá viðskiptablaðinu Börsen. Fjöldi viðskipta á íslenska markaðinum nam 241 í veltu sem nam 46,8 milljónum króna danskra, eða 526 milljónum íslenskra króna. Í Danmörk nam veltan 229 milljónum danskra króna eða 2,6 milljörðum króna.

Össur hækkaði um 4,88% í veltu sem nemur 946 milljónum króna, Nýherji hækkaði um 3,78%, Alfesca hækkaði um 0,98%, Eimskip hækkaði um 0,76% og Kaupþing 0,73%.

365 lækkaði um 2,12%, Actavis Group lækkaði um 1,7%, Century Aluminum lækkaði um 1,23%, Landsbankinn lækkaði um 0,52% og Bakkavör Group lækkaði um 0,43%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,42% og er 113,6 stig.