Úrvalsvísitalan hækkaði í dag um 1,8% og stóð við lok markaða í 655 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan stóð í stað við lok markaða á föstudag en þetta er í fyrsta skipti í viku sem markaðir hækka. Markaðir opnuðu aftur síðastliðinn þriðjudag eftir þriggja daga lokun.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga.

Aðeins tvö félög hækkuðu í dag, Atorkar sem hækkaði um 70% og Bakkavör sem hækkaði um 26%. Viðskipti með bréf í félögunum námu tæpri milljón í Atorku og tæpum 490 þúsund í Bakkavör.

Heildarvelta með hlutabréf var um 39 milljónir króna en þar af voru 10,8 milljónir með bréf í Marel, 9,6 milljónir með bréf í Century Aluminum, rúmar 8,2 milljónir með bréf í Össu rog tæpar 7,6 milljónir með bréf í Icelandair Group en minni velta var með bréf í öðrum félögum.