Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,21% og er 6.454 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam um 3.121 milljón króna.

Þetta var fyrsti dagur Icelandair Group í Kauphöllinni og var lokagengið í dag 27,6 krónur á hlut en útboðsgengið í hlutfjárútboði var 27. Mesta velta dagsins var með bréf flugfélagsins og nam um einum milljarði króna í 115 viðskiptum.  Til samanburðar var næstmesta veltan með bréf Kaupþings banka og nam um 607 milljónum í 65 viðskiptum.

Flaga Group hækkaði um 9,16% í ellefu viðskiptum sem nam samtals 4,9 milljónum króna, Teymi hækkaði um 6,38%, 365 hækkaði um 1,46%, Mosaic Fashions hækkaði um 1,25% og Exista hækkaði um 0,91%.

Nýherji lækkaði um 5,06% í einu viðskipti sem nam 600 þúsund, Marel lækkaði um 1,86%, Eimskip lækkuðu um 0,96%, Icelandic Group lækkaði um 0,65% og Actavis Group lækkaði um 0,61%.

Gengi krónu styrktist um 1,10% og er 124 stig við lok markaðar.