Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,05% og er 5.557 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nam 25,4 milljörðum króna.

Landsbankinn hækkaði um 4,59%, FL Group hækkaði um 3,73%, Atorka Group hækkaði um 3,45%, Kaupþing banki hækkaði um 3,35%, Avion Group um 1,88% og Össur um 1,33%.

Dagsbrún lækkaði um 9,64%, sérfræðingar sem Viðskiptablaðið talaði við segja að smærri fjárfestar séu að refsa fyrirtækinu fyrir uppgjörið sem birtist í gær og var undir væntingum greiningaraðila, því um sé að ræða 20 viðskipti í 73,5 milljón króna veltu.

Marel lækkaði um 1,24%, Alfesca lækkaði um 0,94% og Actavis Group lækkaði um 0,47%.