Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,78% og er 5.739,07 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Sérfræðingar segja breytingar matsfyrirtækisins Standard & Poor's á lánshæfishorfum ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum hafi ýtt undir lækkunina.

Tryggingamiðstöðin hækkaði um 2,50% og er Nýherji hækkaði um 1,43%.

Atlantic-Petroleum lækkaði um 5,73%, Kaupþing banki lækkaði um 2,88%, Landsbankinn lækkaði um 2,22%, Flaga Group lækkaði um 2,17% og Dagsbrún lækkaði um 1,62%.

Gengi krónu veiktist um 2,33% og er 129,4 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.