Gengi krónunnar styrktist um 1,15% í dag og endaði gengisvísitalan í 118,7 stigum, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.

Þetta var fjórði dagurinn í röð sem krónan styrkist og segja sérfræðingar að erlendir aðilar nýti sér vaxtamun til að fjárfesta í krónunni, og bæta við að stýrivaxthækkun í Evrópu hafi ekki haft áhrif til veikingar.

Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að hækka stýrivexti sína um 25 punkta í 3,25%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,39% í dag og leiddu Actavis og Kaupþing banki hækkunina. Gengi bréfa Actavis hækkaði um 3,9% í dag og gengi bréfa Kaupþings um 3,3%.