Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,21% og er 5.259,99 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni og nam veltan 1,1 milljarði króna. Frá áramótum hefur úrvalsvísitalan lækkað um 4,96%.

Icelandic Group hækkaði um 1,27%, Glitnir hækkaði um 1,20% en bankinn birti í dag uppgjör sitt og skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi og Bakkavör Group hækkaði um 0,63%.

Össur lækkaði um 1,83%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,18%, Alfesca lækkaði um 0,98%, FL Group lækkaði um 0,65% og Straumur-Burðarás lækkaði um 0,63%.

Öllu líflegra var á skuldabréfamarkaði í dag en í gær. Veltan á skuldabréfamarkaði nam um sex milljörðum í 33 viðskiptum en í gær nam veltan 187 milljónum í sjö viðskiptum.

Gengi krónu styrktist um 0,90% og er gengisvísitala hennar 126,73 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.