Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hækkaði um 1,8% og er 4.896 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Við hádegi hafði vísitalan lækkað um 0,7%. Spron[ SPRON ] leiddi lækkunina  um hádegið með 4,8% lækkun. Við lok dags hafði sú lækkun gengið að miklu leyti til baka: Dagslækkun Spron var 1,5% og var gengi bankans yfir 5,5 krónur á hlut við lokun.

Eftir klukkan þrjú hækkaði Úrvalsvísitalan hratt.

Veltan á markaðnum nam 6,6 milljörðum króna.

Danska vísitalan OMXC lækkaði um  1,3%, norska vísitalan OBX lækkaði um 2,2% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1,5%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Föroya banki [ FO-BANK ] hækkaði um 5,6%, Landsbankinn [ LAIS ] hækkaði um 3%, Bakkavör Group [ BAKK ] hækkaði um 2,5%, Kaupþing [ KAUP ] hækkaði um 2,1% og Straumur [ STRB ] hækkaði um 1,8%.

Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] lækkaði um 2,7%, Century Aluminium [ CENX ] lækkaði um 1,3%, Spron [ SPRON ] lækkaði um 1,2%, Eimskip [ HFEIM ]  lækkaði um 0,7% og Össur [ OSSR ] lækkaði um 0,7%.

Gengi krónu [ OMX ISK ] veiktist um 1,1% og er 135 stig við lok markaðar.