Úrvalsvísitalan hækkar um 2,29% og er 5.952,29 stig við lok dags en síðustu tvo viðskiptadaga hefur hún lækkaði um 6,74%, samanlagt.

Glitnir hækkar um 4,12%, Mosaic Fashions hækkar um 4,07%, Alfesca og FL Group hækka um 3,33%, Straumur-Burðarás hækkar um 2,96% og Kaupþing Banki hækkar um 2,47%.

Atorka Group lækkar um 2,44%, Marel lækkar um 2,05%, Avion Group lækkar um 0,48%, Bakkavör Group lækkar um 0,38% og Dagsbrún lækkar um 0,29%.

Gengi krónunnar styrkist um 1,05%. Dollar lækkar um 1,20% gagnvart krónu og evran lækkar um 1,15% gagnvart krónu.