Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,3% í dag og stóð við lok markaða í 652 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Þá styrktist gengi krónunnar um tæp 12% en þegar markaðir lokuðu klukkan 16.00 stóð gengisvísitalan í 211,5 stigum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,8% í gær og hefur hækkað jafnt og þétt frá kl. 11 í morgun.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga. Enn hækkar Atorkar mikið, um 27,3% í morgun í litlum viðskiptum en viðskipti með bréf í félaginu námu aðeins um 385 þúsund krónum í dag.

Heildarvelta með hlutabréf var um 350 milljónir króna en þar af voru um 157,4 milljónir króna með bréf í Össur.

Þá var velta fyrir rúmar 146 milljónir króna með bréf í Marel, um 22,6 milljónir með bréf í Bakkavör og um 14,5 milljónir með bréf í Century Aluminum.