Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði í dag um 0,8% og stóð við lok markaða í 4.243 stigum.

Vísitalan lækkaði strax í morgun en tók örlítið við sér um hádegi og hafði þá lækkað um 0,2%. Eftir hádegi fór hún hins vegar að lækka aftur.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir einstakra félaga.

Velta með hlutabréf var lítil fram eftir degi en jókst nokkuð eftir hádegi. Alls var hún tæplega 1,8 milljarðar. Þar af voru rúmlega 550 milljónir með bréf í Kaupþing [ KAUP ], rúmlega 500 milljónir með bréf í Landsbankanum [ LAIS ]  og um 240 milljónir í Glitni [ GLB ] en talsvert minni velta er með bréf í öðrum félögum.

Krónan hefur nú styrkst um 0,3% frá því í morgun og er gengisvísitalan nú 158,5 stig.