Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækkaði um 0,1% í dag og stóð við lok markaða í 896 stigum.

Vísitalan, sem lækkaði um 0,7% á föstudag hafði þú um tíma í dag hækkað um 0,8% en lækkaði síðan undir lok dags.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði hins vegar um 0,5% og stóð við lok markaða í 329 stigum.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en Century Aluminum lækkaði um 4,6% í dag, mest allra félaga.

Velta með hlutabréf var um 240 milljónir króna en þar af voru rúmar 139 milljónir króna með bréf í Össur.

Þá var velta fyrir tæpar 68 milljónir króna með bréf í Marel og tæpar 30 milljónir króna með bréf í Straum.