Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,54% og er 7.859 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Þetta er hæsta dagslokagildi hennar til þessa.

Mosaic Fashions hækkaði um 5,52% í kjölfar yfirtökutilboðs frá Baugi, Eimskip hækkaði um 1,46%, Exista hækkaði um 1,44%, FL Group hækkaði um 1,03% og Marel hækkaði um 0,93%.

Össur og Teymi lækkuðu um 0,43%.

Gengi krónu styrktist um 0,17% og er 116,61 stig.