Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði í dag um 1,3% og stóð við lok markaða í 4.170 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan hækkaði í gær um 0,5%, í fyrsta skipti í fjóra daga en lækkaði nokkuð strax við opnun í morgun en ltil hreyfing var á vísitölunni eftir það.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga en aðeins eitt félag, Icelandair Group [ ICEAIR ] hækkaði í dag.

Velta með hlutabréf var rúmlega 2,8 milljarðar króna. Strax í morgun var veltan orðin um 2,2 milljarðar þannig að lítið var um viðskipti seinni hluta dagsins.

Mest var veltan með bréf í Alfesca [ A ] eða rúmar 680 milljónir en aðeins voru fjögur viðskipt með bréf í félaginu í dag.

Þá var velta með bréf í Teymi [ TEYMI ] fyrir tæpar 660 milljónir en þar er aðeins um eina færslu að ræða.

Um 515 milljóna króna velta var með bréf í Kaupþing [ KAUP ], um 260 milljónir með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] og tæpar 200 milljónir með bréf í Glitni [ GLB ] en minni velta var með önnur félög.

Krónan hefur nú veikst um 1,2% það sem af er degi og er gengisvísitalan nú 160,6 stig. Gjaldeyrismarkaðir eru þó enn opnir.