Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði um 0,3% og er 4.500 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Á hádegi hafði Úrvalsvísitalan lækkað um 0,7%.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga.

Krónan hefur veikst um 0,1% og er 168,3 stig en gjaldeyrismarkaður er enn opinn.

Velta á hlutabréfamarkaði nam um þremur milljörðum króna. Þar af voru utanþingsviðskipti með bréf Landsbankans [ LAIS ]  fyrir 714 milljónir króna og utanþingsviðskipti með Glitni [ GLB ]  fyrir 486 milljónir króna.

Icelandair Group [ ICEAIR ] hækkaði mest í dag en félagið tilkynnti um umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir í dag.

Danska vísitalan OMXC lækkaði um 1,6%, norska vísitalan OBX lækkaði um 1% og sænska vísitalan OMXS lækkaði um 2,1%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.