Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3% í dag og er 4.687 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Hlutabréfamarkaði opnuðu klukkan hálf eitt vegna bilunnar í tölvukerfi Kauphallarinnar. Skömmu eftir opnun markaðar hafði vísitalan lækkað um 1,4% en sú lækkun gekk að stórum hluta til baka.

Danska vísitalan OMXC hækkaði um 0,4%, norska vísitalan hækkaði um 0,7% og sænska vísitalan hækkaði um 0,4%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Hampiðjan lækkaði langmest eða um 13,8% í tveimur viðskiptum og nam veltan 1,5 milljónum króna. Viðskipti með félagið eru einstaklega strjál.

Hlutabréfamarkaði opnuðu klukkan hálf eitt vegna bilunnar í tölvukerfi Kauphallarinnar.

Veltan nam 2,9 milljörðum króna.