Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,72% og er 6.316,87 stig í lok dags, samkvæmt upplýsingum Kauphallar Íslands.

Íslandsbanki hækkaði um 0,52%, en gengi bréfanna hafði lækkað um sömu prósentutölu um miðjan dag í dag.

Sérfræðingar segja lækkunina vegna þess að ársuppgjörs bankans, sem birtist í gær, var töluvert undir væntingum greiningaraðila.

Kaupþing banki hækkaði mest, eða um 2,25%, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,99% og Íslandsbanki hækkaði um 0,52%.

Flaga Group lækkaði mest, eða um 2,99%, Actavis Group lækkaði um 0,92% og Bakkavör Group lækkaði um 0,90%.