Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,80% í 3,9 milljarða króna viðskiptum og er 6.271,62 stig.

Íslandsbanki lækkaði um 2,64% í kjölfar birtingu ársuppgjörs félagsins.

Hagnaður fjórða ársfjórðungs var undir væntingum, segir Sandra Fairnbairn sérfræðingur á greiningardeild Landsbankans.

Gengi Íslandsbanka fór mest niður í 18,7 krónur á hlut en endaði í 19,4.

Þrjú fyrirtæki hækkuðu í dag. Atorka Group hækkaði um 0,81%, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,71% og Straumur-Burðarás hækkaði um 0,51%.

Össur lækkaði mest, eða um 2,78%, FL Group lækkaði um 2,64% og Íslandsbanki lækkaði um 2,64% eins og fyrr segir.

Gengi krónunnar veiktist um 0,78% og er 105,85 stig. Dollarinn hækkaði um 0,38% gagnvart krónunni og evran hækkaði um 0,84%