Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,25% og er 6.383 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis.
Kaupþing banki bætti við eign sína í HB Granda, samkvæmt flöggun til Kauphallar. Veltan nemur 5.627 milljónum króna.

Eignarhluturinn nemur nú 30,9% en var 25,02% fyrir viðskiptin. Um er að ræða 100.484.543 hluti. Miðað við gengi félagsins á markaði er verðmæti viðskiptina um 1,2 milljörðum króna. Einnig var tilkynnt í dag að SJ1 hafi selt 5,85% hlut í HB Granda eða 99.884.543 hluti að nafnverði.

Grandi hækkaði um 3,83%, Kaupþing banki hækkaði um 2,41%, Landsbankinn hækkaði um 1,5%, Össur hækkaði um 1,32% og FL Group hækkaði um 1,32%.

Marel lækkaði um 1,25%, Flaga Group lækkaði um 0,72% og Atlantic Petroleum lækkaði um 0,17%.
Gengi króna styrktist um 0,61% og er 123,1 stig við lok dags.