*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 7. febrúar 2006 16:32

Í lok dags: Kaupþing banki hækkar um 4,05%

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,09% og er 6.615,89 stig.

Kaupþing banki hækkaði mest, eða um 4,05%. Því næst hækkaði Tryggingamiðstöðin um 3,57% og FL Group um 2,17%. Straumur-Burðarás hækkaði auk þess um 1,93% og Mosaic Fashions hækkaði um 1,69%.

Marel lækkaði mest í dag, eða um 3,0%. Uppgjör fyrirtækisins birtist í dag og voru tekjur yfir væntingum greiningaraðila en hagnaður undir væntingum.

Því næst lækkaði Össur um 2,38%. Það er í kjölfar uppgjörs sem var undir væntingum greiningaraðila. Dagsbrún lækkaði um 1,4% en uppgjör félagsins einnig var undir væntingum greiningaraðila.

Gengi krónunnar styrktist um 0,40% í dag.