Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,31% og er 5.460,78 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Í gær voru kynntar niðurstöður hagfræðinganna Frederic Mishkin og Tryggva Þórs Herbertssonar en þeir unnu saman skýrslu um íslenskt efnahagslíf fyrir Viðskiptaráð Íslands.

Þar segir að fjármálakreppa er ekki yfirvofandi á Íslandi en aftur á móti er það það áhyggjuefni að hræðsluáróður geti orðið veruleika (e.self-fulfilling prophecy).

Kaupþing banki hækkaði um 4,18%, Flaga Group hækkaði um 3,65%, Bakkavör Group hækkaði um 2,50%, FL Group hækkaði um 2,25% og Landsbankinn hækkaði um 1,94% en ekkert félag lækkaði í dag.

Gengi krónunnar styrktist um 2,43% og er vísitala hennar 124,65 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.