Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,68% og er 5.323,50 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Atlantic Petroleum er eina félagið sem hækkaði og nam hækkunin 0,69%.

Alfesca lækkaði um 3,36%, Bakkavör Group lækkaði um 3,09%, FL Group lækkaði um 2,44%, Straumur-Burðarás lækkaði um 1,84% og Glitnir um 1,78%.

Kaupþing banki birti uppgjör sitt í dag og var það yfir væntingum greiningaraðila en gengi bankans lækkaði um 1,50%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,22% og gengisvísitalan 126,49 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Dollar er skráður 72,48 og evra 91,56.