Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,03% og er 6.181 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2.431 milljónum króna.

Stærstu einstöku viðskipti dagsins nema 652 milljónum króna með bréf Kaupþings banka á genginu 815. Gengi bankans er 800 krónur á hlut við lok markaðar.

Alfesca var eina félagið sem hækkaði í dag, nam hækkunin 0,2%.

Kaupþing banki lækkaði um 1,48% - nemur sjö daga lækkun 3,5%, Marel lækkaði um 1,26%, Straumur-Burðarás lækkaði um 1,14%, Exista lækkaði um 0,93% og Glitnir lækkaði um 0,91%.

Gengi krónu styrktist um 0,25% og er 125,3 stig við lok markaðar.