Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,09% og er 5.481 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam um átta milljörðum króna.

Kaupþing [ KAUP ] skar sig úr hópnum og hækkaði um 1,69% en bankinn birti uppgjör sitt í dag. Century Aluminium [ KAUP ]hækkaði jafnframt um 0,15%.

Flaga Group [ FLAGA ] lækkaði um 13,2%, FL Group [ FL ] lækkaði um 7,7%, Spron [ SPRON ] lækkaði um 5,6%, Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] lækkaði um 5,5% og Atorka Group [ ATOR ] lækkaði um 3,9%.

Gengi krónu styrktist um 0,26% og er 126,3 stig.

Danska vísitalan OMXC lækkaði um 0,9%, norska vísitalan OBX lækkaði um 3,8% og sænska vísitalan lækkaði um 0,6%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.