Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,92% og er 6.125 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nam 2.471 milljón króna.

Ekkert félag hækkaði við lok dags.

Kaupþing banki lækkaði um 1,75%, FL Group lækkaði um 0,87%, Actavis Group lækkaði um 0,6%, Straumur-Burðarás lækkaði um 0,58% og Glitnir lækkaði um 0,46%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,5% og er 124,8 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.