Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,1% og er 4.804 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Eftir hádegi var líf og fjör á hlutabréfamarkaði. Keypt var í Kaupþingi fyrir 5,9 milljarða króna á genginu 775 og fyrir 3,8 milljarða króna á genginu 750. Þá var keypt í Straumi fyrir 4,7 milljarða króna.

Danska vísitalan OMXC hækkaði um 0,6%, norska vísitalan OBX hefur hækkað um 0,2% og sænska vísitalan hækkaði um 0,8%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.