Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,45% og er 4.652 stig við lok markaðar og krónan veiktist um 4,5% og 153,4 stig. Veltan á hlutabréfamarkaði var 6,3 milljarðar króna, hinsvegar var velta á skuldabréfamarkaði með besta móti eða 52 milljarðar króna.

"Íslenski hlutabréfamarkaðurinn, líkt og markaðir annars staðar í heiminum hefur lækkað hressilega í morgun. Það sem skelfir markaði eru þau tíðindi að Bear Stearns hefur verið seldur JP Morgan á tvo bandaríkjadali á hlut sem er rúmlega 90% undir markaðsgengi bankans síðastliðinn föstudag," segir greiningardeild Glitnis.

Stærstu viðskipti dagsins námu 829 milljónum króna með bréf Straums á genginu 10,8, sem er dagslokagengi félagsins.

FL Group [ FL ] lækkaði um 13,2%, Exista [ EXISTA ] lækkaði um 10,3%, 365 [ 365 ] lækkaði um 8%, Teymi [ TEYMI ] lækkaði um 7,1% og Eimskip [ HFEIM ] lækkaði um 6,2%.

Ekkert félag hækkaði.