Úrvalsvísitala aðallista Kauphallarinnar  hækkaði um 0,96% í dag og er 6.815 stig nú þegar markaður hefur lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis áttu 499 viðskipti sér stað með hlutabréf í dag fyrir alls tíu milljarða.

Actavis hefur hækkað um 2,53%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,69%, Mosaic Fashions hefur hækkað um 1, 67%.

Flaga hefur lækkað um 1,92% og Tryggingamiðstöðin um 1,08%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,63% og er 125 stig.  Rétt fyrir lok markaða síðasta föstudag var tilkynnt um stærstu jöklabréfaútgáfu frá upphafi sem gæti haft árhif til hækkunar krónunnar.