Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,47% og er 6.304 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 7.207 milljónum króna.

Marel hækkaði um 1,91%, Landsbankinn hækkaði um 1,15%, Actavis hækkaði um 0,77% og Atorka um 0.63%.
Mosaic Group lækkaði um 1,18%, Glitnir lækkaði um 0,45% og Dagsbrún, FL Group og Össur lækkuðu öll um 0,44%.

Gengi krónu veikist um 0,47% og er 123,9 stig við lok markaðar, en krónan hefur nú lækkað þrjá daga í röð. Í gær nam veikingin 1,2% og 1,8% á mánudaginn.

Gengi krónunnar hefur nú lækkað um tæplega 4% í þessari viku sem er talsvert meira flökt en hefur sést í krónunni undanfarið. Greining Glitnis telur þó ólíkegt að gengisflöktið nái sömu hæðum og á fyrri hluta árs þegar sveiflurnar voru miklar á gjaldeyrismarkaði. "Sennilega er nú aðeins um að ræða nokkra hliðrun á því bili sem gengið sveiflast innan til skemmri tíma,? segir greining Glitnis.