Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,91% og er 6.356 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Gengi krónu veiktist um 2,72% og er 130,3 stig.

Matsfyrirtækið Standard & Poor?s greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A+ úr AA- og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+.

Um leið var lánshæfiseinkunnin fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum lækkuð í AA úr AA+ en einkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í íslenskum krónum var staðfest A-1+. Horfur eru stöðugar. Þetta segir í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Atlantic Petroleum hækkaði um 2,42% og Atorka Group hækkaði um 1,98%.

Landsbankinn lækkaði um 2,96%, FL Group lækkaði um 2,71%, Eimskip lækkaði um 2,66%, Glitnir lækkaði um 2,56% og Kaupþing banki lækkaði um 2,47%.