Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,56% og er 8.496 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur um 13 milljörðum króna.

Atorka Group hækkaði um 2,17% - og er eina félagið sem var grænt í dag.

Centuruy Aluminium lækkaði um 5,4% í fjórum viðskiptum, Eik banki lækkaði um 3,25%, Exista lækkaði um 3,01%, Teymi lækkaði um 1,92% og Straumur lækkaði um 1,88%,

Gengi krónu veiktist um 2,87% og er 116,65 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.