Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,03% og er 6.510,65 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 11.296 milljónum króna.

Landsbankinn hækkaði um 2,22%, Glitnir hækkaði um 1,90%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,76%, Avion Group hækkaði um 1,65% og Atlantic Petroleum hækkaði 1,04%.

Vinnslustöðin er eina félagið á Aðallistanum sem lækkaði í dag og nam lækkunin 2,2%.

Gengi krónu veiktist um 0,02% og er 118,8 stig.