Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,07% og er 6.387 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 3.360 milljónum króna.

Landsbankinn hækkaði um 2,75%, FL Group hækkaði um 2,66%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,81%, Atorka Group hækkaði um 1,28% og Actavis hækkaði um 0,93%.

Össur lækkaði um 1,65%, Dagsbrún lækkaði um 1,03%, Avion Group lækkaði um 0,45% og Exista lækkaði um 0,45%.

Gengi krónu veiktist um 0,07% og er 119,1 stig.