Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,52% og er 5.482,12 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Flaga Group hækkaði um 0,79% og Marel hækkaði um 0,28%.

Landsbankinn lækkaði um 3,77%, Avion Group lækkaði um 3,21%, Mosaic Fashions lækkaði um 2,47% en félagið birti eftir lokun markaða í gær fjórðungsuppgjör sem var undir væntingum greiningaraðila, Straumur-Burðarás lækkaði um 2,14% og Kaupþing banki lækkaði um 1,61%.

Gengi krónu veiktist um 0,81% og er gengisvísitala krónu 132,40 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Bandaríkjadalur hækkaði un 0,70% gagnvart krónu og er skráður 76,10. Evra hækkaði um 0,91% gagnvart krónu og er skráð 95,80.