Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,37% í dag og er gildi hennar 5.601,71 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Dagsbrún hækkaði um 0,92% og er eina félagið sem hækkaði.

Landsbankinn lækkaði um 3,95%, Kaupþing banki lækkaði um 3,42%, Glitnir lækkaði um 2,31%, Avion Group lækkaði um 2,22% og FL Group lækkaði um 2,15%.

Gengi krónunnar veiktist um 1,38% í viðskiptum dagsins og er gengisvísitala hennar 127,07 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Bandaríkjadalur hækkaði um 1,09% gagnvart krónu og er skráður 71,85. Evra hækkaði um 1,53% gagnvart krónu og er skráð 91,94.