Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,44% og er 5.374 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Velta dagsins var mikil miðað við það sem undan er gengið, eða um níu milljarðar króna.

Bakkavör Group hækkaði um 4,08% en Exista sem er stærsti hluthafi þess keypti í morgun í félaginu fyrir um 4,5 milljarða króna, Marel hækkaði um 1,28% í 8 viðskiptum sem nema um 900 milljónum króna, Glitnir hækkaði um 1,15% , Actavis Group hækkaði um 1,09% en félagið birti uppgjör sitt eftir lok markaðar í gær og Landsbankinn hækkaði um 0,96%.

Flaga Group lækkaði um 1,86%, Avion Group lækkaði um 0,93%, FL Group lækkaði um 0,65%, Icelandic Group lækkaði um 0,64% og Kaupþing banki lækkaði um 0,43%.

Lækkanir dagsins áttu sér flestar stað í óverulegum viðskiptum, að Kaupþingi banka undanskyldu en velta með bréf bankans nam um 600 milljónum króna í 22 viðskiptum.

Gengi krónu styrktist um 0,53% og er gengisvísitalan 124,6 stig við lok markaðar.