Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,79% og er 5.446 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam um 23,7 milljörðum króna.

?Nokkuð líflegt hefur verið á hlutabréfamarkaði í morgun ef miðað er við þróun undanfarinna vikna," segir greiningardeild Glitnis og fanga tvö stór viðskipti athygli hennar.

?Annars vegar í Kaupþingi banka upp á 12,7 milljarða króna og hins vegar í Glitni banka upp á 8,1 milljarð króna. Vegna síðarnefndu viðskiptanna flaggaði FL Group hlut sínum í Glitni banka úr 24,42% í 27,62%," segir greiningardeildin. Hún segir ennfremur:

?Ýmsar skýringar kunna að liggja að baki hækkun dagsins en nærtækast er að hún komi til vegna ákvörðunar Seðlabankans í dag um að hækka stýrivexti. Vaxtahækkanir sem slíkar halda frekar aftur af hækkun hlutabréfaverðs. Fjárfestar eru þó framsýnir og horfa væntanlega til þess að senn ljúki vaxtahækkunarferli Seðlabankans og fyrr en síðar hefjist lækkunarferli stýrivaxta á ný. Þegar þetta er skrifað hefur hækkun dagsins gengið að hluta til baka og nemur 0,5%."

Flaga Group hækkaði um 4,44%, Landsbankinn hækkaði um 1,85%, Glitnir hækkaði um 1,71%, FL Group hækkaði um 1,27% og Kaupþing banki hækkaði um 0,99%.

Mosaic Fashions lækkaði um 0,59%, Bakkavör Group lækkaði um 0,59% og Dagsbrún lækkaði um 0,56%.

Gengi krónu styrktist um 1,30% og er gengisvísitalan 122,8 stig við lok markaðar.