Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækkaði um 0,1% í dag og stóð við lok markaða í 635 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Vísitalan lækkaði um 0,1% í gær og hélt áfram að lækka í morgun og hafði um klukkutíma eftir opnun lækkað um 0,6%. Þá fóru markaðir að hækka lítillega aftur en náði vísitalan að hækka sem fyrr segir um 0,1%.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en aðeins fjögur félög hreyfðust í dag. Century Aluminum hækkaði um 9,7% og Föroya banki hækkaði um 0,9% en Marel lækkaði um 3,3% og Össur um 0,1%.

Velta með hlutabréf var tæpar 420 milljónir króna en þar af voru rúmar 99 milljónir með bréf í Marel.

Þá var velta fyrir rúmar 11 milljónir króna með bréf í Össur en mun minni velta var með bréf í öðrum félögum.

Velta með skuldabréf var mun minni en venjulega og nam rúmum 5,5 milljörðum króna líkt og í gær.