Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 1,7% í dag og stóð við lok markaða í 880 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Vísitalan lækkaði um 1% í gær og hefur lækkað í mest allan dag.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 0,8% og stendur nú í 311 stigum.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en aðeins fjögur félög hreyfðust í dag. Century Aluminum, sem lækkað hefur talsvert síðustu viku, hækkaði um 17,5% og Össur hækkaði um 1,8% en Marel lækkaði um 7,3% og Straumur um 3,1%.

Velta með hlutabréf var um 295 milljónir króna en þar af voru tæpar 122 milljónir króna með bréf í Össur.

Þá var velta fyrir tæpar 105 milljónir króna með bréf í Marel og rúmar 54 milljónir króna með bréf í Straum.

Velta með skuldabréf nam í dag rúmum 11,2 milljörðum króna en líkt og í gær var mesta veltan með bréf í flokki RIKB 10 1210 eða rúmir 3,3 milljarðar króna.