Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,32% og er 5.441,22 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni, og nam velta dagsins 477 milljónum króna.

Marel hækkaði um 1,52%, Landsbankinn hækkaði um 1,43%, Alfesca hækkaði um 0,72% og Actavis Group hækkaði um 0,16%.

Vinnslustöðin hækkaði lækkaði um 2,38%, FL Group lækkaði um 1,20%, Össur lækkaði um 0,89%, Kaupþing banki lækkað um 0,81% og Straumur-Burðarás lækkaði um 0,61%.

Gengi krónu styrktist um 0,15% og er gengisvísitalan 128,49 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Gengi dollar er skráð 73,62 og evran 92,98.