Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 0,8% í dag og stóð við lok markaða í 4.277 stigum, samkvæmt Markaðsvakt Mentís.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,2% í gær en byrjaði að lækka strax við opnun í morgun þó lítillega hafi dregið úr lækkuninni nú undir lok dags.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga en aðeins eitt félag.

Velta með hlutabréf var um 3,8 milljarðar króna og þar af var um 1,1 milljarður króna með bréf í Glitni.

Þá er velta fyrir um tæpar 815 milljónir með bréf í Kaupþing, rúmar 710 milljónir með bréf í Landsbankanum, tæpar 530 milljónir í Straum og rúmar 420 milljónir með bréf í Exista en nokkuð minni velta er með bréf í öðrum félögum.

Krónan hefur veikst það sem af er degi um 1,9% og er gengisvísitalan nú 181,8 stig en hún hafði þó fyrr í dag veikst um rúm 3%.