Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,1% í dag og stóð við lok markaða í 355 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Hér er átt við OMXI15 vísitöluna en hin nýja Úrvalsvísitala, OMXI6 stóð hins vegar í 995,9 stigum í lok dags.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga en Bakkavör leiddi lækkanir dagsins með því að lækka um 2,8%.

Heildarvelta með hlutabréf var um 160 milljónir króna en þar af voru rúmar 117 milljónir króna með bréf í Marel.

Þá var velta fyrir tæpar 28 milljónir króna með bréf í Straum, um 8,5 milljónir með bréf í Century Aluminum og um 2,5 milljónir með bréf í Bakkavör.