Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,31% og er 6.378 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 6.927 milljónum króna.

Marel hækkaði um 3,9%, Atlantic Petroleum hækkaði um 2,15%, Kaupþing banki hækkaði um 2,1%, Glitnir hækkaði um 1,97% og FL Group hækkaði um 1,35%.

Flaga Group lækkaði um 5,9% í sjö viðskiptum sem nema samtals um sjö milljónum króna, Avion lækkaði um 0,64%, Icelandic Group lækkaði um 0,63% og Avion Group um 0,2%.

Gengi krónu veiktist um 0,15% og er 118,9 stig við lok dags.