Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,61% og er 5.290,80 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Alfesca hækkaði um 2,50%, Bakkavör Group hækkaði um 2,37%, Landsbankinn hækkaði um 1,97%, Mosaic Fashions hækkaði um 1,82% og Dagsbrún um 1,68%.

Atorka Group lækkaði um 0,82%, Kaupþing banki lækkaði um 0,42% og Actavis Group lækkaði um 0,16%.

Gengi krónu veiktist um 0,31% og er gengisvísitalan 127,61 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Dollar er skráður 72,53 og evra 92,50.