Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 0,6% og stóð við lok markaða í 639 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan stóð í stað við lok markaða í gær, annan daginn í röð. Í morgun stóð hún í stað við opnun markaða, lækkaði rétt fyrir hádegi, hækkaði seinni dags og hafði um tíma hækkað um 1% en lækkaði loks undir lok dags.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga.

Alfesca leiðir lækkanir dagsins en félagið lækkaði um 21,1% í einum stökum viðskiptum upp á 150 þúsund krónur.

Velta með hlutabréf er um 58 milljónir krónur sem er nokkuð meira en það sem gerst hefur síðustu daga. Þar af voru þó tæpar 40 milljónir með bréf í Össur í sex viðskiptum.

Þá var velta fyrir um 9 milljónir með bréf í Marel og um 1,2 milljónir með bréf í Bakkavör.