Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 0,5% í dag og stóð við lok markaða í 947 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Vísitalan hækkaði um 2,6% í gær en hefur sveiflast nokkuð í dag. Mest hafði hún hækkað um 1,2% en hafði einnig lækkað um 0,8% undir lok dags.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 0,3% og stendur nú í 321 stigi.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en aðeins sex félög hreyfðust í dag líkt og í gær. Aðeins tvö félög lækkuðu í dag, Marel og Föroya banki en Marel lækkaði um 3,4% sem nægir til að draga Úrvalsvísitöluna niður.

Velta með hlutabréf var um 380 milljónir króna en þar af voru tæpar 195 milljónir króna með bréf í Össur.

Þá var velta fyrir rúmar 98 milljónir króna með bréf í Straum og tæpar 77 milljónir króna með bréf í Marel.

Velta með skuldabréf nam í dag um 15,6 milljörðum króna en líkt og í gær var mesta veltan með bréf í flokki HFF0 150914 eða tæpir 3,9 milljarðar króna.