Úrvalsvísitalan hækkaði í dag um 2% og stóð í 651 stigi við lok markaða samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% í gær en hafði staðið í stað síðustu tvo daga þar á undan.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga en Alfesca leiddi hækkanir dagsins með því að hækka um 27,3%. Viðskipti með bréf í félaginu voru þó aðeins um 210 þúsund krónur.

Velta með hlutabréf var um 118 milljónir króna en þar af eru rúmar 102 milljónir með bréf í Marel.

Þá var velta fyrir rúmar 10 milljónir með bréf í Össur.